Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 15:37 Brynjar Níelsson furðar sig á viðbrögðum fólks við „saklausri auglýsingu“ Play sem olli fjaðrafoki í vikunni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum. Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum.
Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32