Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 15:37 Brynjar Níelsson furðar sig á viðbrögðum fólks við „saklausri auglýsingu“ Play sem olli fjaðrafoki í vikunni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum. Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum.
Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32