Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 10:31 Fjölfarin brú í Phu Tho-héraði hrundi í morgun. Að minnsta kosti tíu bílar féllu í ánna og er margra saknað. AP/Bui Ban Lanh Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet Víetnam Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet
Víetnam Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira