Selur íbúð með palli en engum berjarunna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2024 14:45 Guðmundur og fjölskyldan hafa notið lífsins í íbúðinni í Vogahverfi þrátt fyrir að þar sé engan berjarunna að finna. Vísir Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. „Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Fleiri fréttir „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Sjá meira
„Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Fleiri fréttir „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Sjá meira