Dickson Ndiema á að hafa komið á sjúkrahús með brunasár og hafi síðan látist vegna þeirra í gær. Nokkrum dögum fyrr lést Cheptegei af sárum sínum.
Ndiema hellti bensíni yfir Cheptegei og kveikt í. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á áttatíu prósent líkamans.
Cheptegei hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði.
Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn.
Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en það var of seint. Nú er ljóst að brunasár Ndiema voru líka það alvarlegt að ekki tókst að bjarga lífi hans.
Ósættið var vegna landsvæðis í eigu Cheptegei samkvæmt föður hennar og systur.
Hún verður jörðuð í Úganda á laugardaginn.
BREAKING GOOD NEWS.
— Ainomugisha Bruce (@BruceMugis) September 10, 2024
Dickson Ndiema X boyfriend of Athlete Rebeca Cheptegei is dead, He died at the Moi Teaching and Referral Hospital in Eldoret.
The hospital confirmed that Ndiema died Monday night at the ICU where had been admitted. He sustained 30% burns also. pic.twitter.com/voj2ZU70vU