Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 12:59 Fiskbúðin er á horni Sundlaugavegs og Gullteigs. Aðsend Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. „Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“ Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“
Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40