Halla var klædd í drapplitaðan jakka frá merkinu ROFA úr versluninni Hjá Hrafnhildi og buxur í sömu litapallettu með gulan silkiklút við.

Í dag er einmitt hinn svokallaði guli dagur þar sem fólk er hvatt til þess að klæðast gulu til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju en 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.
Halla er greinilega mjög hrifin af Hrafnhildi en hún var dugleg að klæðast fatnaði úr versluninni í kosningabaráttu sinni. Samkvæmt heimasíðu Hrafnhildar kostar jakkinn 39.980 krónur.
Fyrir innsetningarathöfnina klæddist Halla þó eftirminnilega sérsaumuðum hvítum kjól eftir Björgu Ingadóttur.