Í kvöldfréttum Stöðvar 2 gerir Heimir Már Pétursson upp viðburðaríkan dag á þinginu. Við sjáum myndir frá þingsetningu, heyrum í ræðu forseta Íslands og þingmönnum í beinni.
Íbúar í Reykjavík og Kópavogi hafa stofnað samtök gegn óþarfa flugumferð og kvarta undan miklum hávaða. Við heyrum hljóðdæmi og ræðum við félagsmann í beinni.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Við rýnum í stöðuna með stjórnmálafræðingi sem segir meira í húfi fyrir Harris en Trump.
Þá sjáum við myndir af nýrri Airbus-flugvél Icelandair sem verið er að mála og Magnús Hlynur verður í beinni útsendingu frá afmælisveislu Garðskagavita.
Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfaranum Þóri Helgasyni sem lætur brátt af störfum hjá norska kvennalandsliðinu og í Íslandi í dag hittir Kristín Ólafsdóttir ungan og efnilegan tónlistarmann sem flaug inn í læknisfræðina.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.