Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 13:00 Ben White hefur spilað vel með Arsenal en vill ekki spila fyrir enska landsliðið. Nýr landsliðsþjálfari breytti engu um það. Getty/Neal Simpson Lee Carsley stýrði enska landsliðinu til sigurs á Finnum í Þjóðadeildinni í gær en hann þurfti þó að svara spurningum um leikmann Arsenal eftir leikinn. Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024 Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira