Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 13:00 Ben White hefur spilað vel með Arsenal en vill ekki spila fyrir enska landsliðið. Nýr landsliðsþjálfari breytti engu um það. Getty/Neal Simpson Lee Carsley stýrði enska landsliðinu til sigurs á Finnum í Þjóðadeildinni í gær en hann þurfti þó að svara spurningum um leikmann Arsenal eftir leikinn. Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024 Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira