„Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 21:59 Valgeir Þór Jakobsson, formaður Samfés. aðsend Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt. Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“ Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“
Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira