Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 09:00 Cristiano Ronaldo þegar hann lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Manchester United. Getty/ Ian Hodgson Cristiano Ronaldo þekkir það vel að spila fyrir Manchester United þegar félagið var meðal þeirra bestu í Evrópu en líka það að spila undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag. Hann gagnrýnir gamla stjórann sinn og gamla félagið sitt í nýjum hlaðvarpsþætti. United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira