Hagkaup hefur áfengissölu í dag Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 09:54 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. „Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51