„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 16:14 Ellert B. Schram greindist með Alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31