Vara gangnamenn við snjóflóðahættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2024 16:00 Snjórinn er byrjaður að setjast í fjöll víða um land. Myriam Dalstein Veðurstofan varar við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og Flateyjaskaga þar sem göngur verða á mörgum svæðum næstu daga. Gangnamenn þurfi að vera meðvitaðir um stöðuna. Myriam Dalstein tók þessa mynd af Sandárgilinu er af snjóflóði sem féll í vikunni.Myriam Dalstein Fé er safnað um allt land þessa dagana og verða réttir í framhaldinu. Leitum var frestað víða um land fyrr í vikunni þegar appelsínugul veðurviðvörun var á norðanverðu landinu. Veðurstofan segir enn hættu á flóðum. Sérstaklega geti göngumenn sett þau sjálfir af stað. „Næstu daga verða göngur á mörgum svæðum á Tröllaskaga og Flateyjaskaga og þurfa gangnamenn að hafa snjóflóðahættu ofarlega í huga og varast brattar og snæviþaktar hlíðar, sér í lagi þar sem dregið hefur í skafla og stærri vindfleka. Þó líkur á náttúrulegum snjóflóðum hafi minnkað mikið eftir að veðrinu slotaði getur enn verið hætta á að göngumenn setji af stað snjóflóð sjálfir,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spáð er rigningu á laugardag og fram á sunnudag og gæti bætt í snjó í efstu fjöll. „Það snjóaði töluvert til fjalla í áhlaupinu 9-10. sept. og snjóflóð féllu. Flekahlaup hafa sést í Svarfaðardal og Héðinsfirði, sum bresta á auðri jörð neðantil í hlíðum þar sem gróður er meiri en einnig hafa farið flekar frá fjallsbrúnum niður í brekkurætur og skafið í upptökin svo þau sjást ekki lengur. Sólbráð næstu daga getur orsakað fleiri flekahlaup sem gætu verið hættuleg göngufólki.“ Ítarlegri fréttir eru að finna á vef Veðurstofunnar. Veður Landbúnaður Réttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Myriam Dalstein tók þessa mynd af Sandárgilinu er af snjóflóði sem féll í vikunni.Myriam Dalstein Fé er safnað um allt land þessa dagana og verða réttir í framhaldinu. Leitum var frestað víða um land fyrr í vikunni þegar appelsínugul veðurviðvörun var á norðanverðu landinu. Veðurstofan segir enn hættu á flóðum. Sérstaklega geti göngumenn sett þau sjálfir af stað. „Næstu daga verða göngur á mörgum svæðum á Tröllaskaga og Flateyjaskaga og þurfa gangnamenn að hafa snjóflóðahættu ofarlega í huga og varast brattar og snæviþaktar hlíðar, sér í lagi þar sem dregið hefur í skafla og stærri vindfleka. Þó líkur á náttúrulegum snjóflóðum hafi minnkað mikið eftir að veðrinu slotaði getur enn verið hætta á að göngumenn setji af stað snjóflóð sjálfir,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spáð er rigningu á laugardag og fram á sunnudag og gæti bætt í snjó í efstu fjöll. „Það snjóaði töluvert til fjalla í áhlaupinu 9-10. sept. og snjóflóð féllu. Flekahlaup hafa sést í Svarfaðardal og Héðinsfirði, sum bresta á auðri jörð neðantil í hlíðum þar sem gróður er meiri en einnig hafa farið flekar frá fjallsbrúnum niður í brekkurætur og skafið í upptökin svo þau sjást ekki lengur. Sólbráð næstu daga getur orsakað fleiri flekahlaup sem gætu verið hættuleg göngufólki.“ Ítarlegri fréttir eru að finna á vef Veðurstofunnar.
Veður Landbúnaður Réttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira