Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2024 15:10 Aron Elí er spenntur fyrir opnuninni. Hulda Bjarna Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við. Á dögunum var greint frá því að elstu starfandi fiskbúðinni á höfuðborgarsvæðinu, Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði, hafi verið lokað. Fiskikóngurinn stakk niður penna við þessi tímamót og segir sorglegt hve hratt fiskverslanir týna tölunni. Þegar hann byrjaði í bransanum átján ára hafi um þrjátíu fiskbúðir verið í Reykjavík, nú séu þær sex. Þróunin virðist hafa verið á þessa leið í gegnum árin. Í Helgarpóstinum kom fram árið 1981 að hinn hefðbundni fisksali gegni æ minna hlutverki í innkaupavenjum fólks. Fjöldi fiskbúða hafi á síðustu þrjátíu árum fækkað úr 50 til 60 í rúmlega 20 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra verslana sem hætti nýlega störfum er Fiskbúðin við Sundlaugaveg í Laugardal. Töluverð sorg ríkti í hverfishópnum á Facebook þegar versluninni var lokað í vor. Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og opna þeir dyr sínar í dag. Fjallað var um fækkun fiskbúða og yfirvofandi opnun í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Nýr eigandi segir líklegustu skýringuna á fækkun fiskbúða í borginni vegna þess að varan sé aðgengilegri en áður. Fiskur fáist í flestum matvöruverslunum auk þess sem fólk kjósi að fá heimsendan mat. „En það er bara svo mikill sjarmur að koma inn í sérverslun, fá þessa þjónustu. Fá þessa nánd, maður þekkir alltaf fólkið sem kemur. Þannig það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa þjónustu því það er enn mikið af fólki sem vill halda í þetta,“ segir Aron Elí Helgason, annar eigandi verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu eigi enn erindi en þá skipti miklu máli að neytendur versli við sérvöruverslanir. „Ég hef bara trú á því, sérstaklega hérna í þessu geggjaða hverfi, að fólk taki við því og mæti þeirri áskrorun að koma í fiskbúðina.“ Verslun Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að elstu starfandi fiskbúðinni á höfuðborgarsvæðinu, Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði, hafi verið lokað. Fiskikóngurinn stakk niður penna við þessi tímamót og segir sorglegt hve hratt fiskverslanir týna tölunni. Þegar hann byrjaði í bransanum átján ára hafi um þrjátíu fiskbúðir verið í Reykjavík, nú séu þær sex. Þróunin virðist hafa verið á þessa leið í gegnum árin. Í Helgarpóstinum kom fram árið 1981 að hinn hefðbundni fisksali gegni æ minna hlutverki í innkaupavenjum fólks. Fjöldi fiskbúða hafi á síðustu þrjátíu árum fækkað úr 50 til 60 í rúmlega 20 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra verslana sem hætti nýlega störfum er Fiskbúðin við Sundlaugaveg í Laugardal. Töluverð sorg ríkti í hverfishópnum á Facebook þegar versluninni var lokað í vor. Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og opna þeir dyr sínar í dag. Fjallað var um fækkun fiskbúða og yfirvofandi opnun í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Nýr eigandi segir líklegustu skýringuna á fækkun fiskbúða í borginni vegna þess að varan sé aðgengilegri en áður. Fiskur fáist í flestum matvöruverslunum auk þess sem fólk kjósi að fá heimsendan mat. „En það er bara svo mikill sjarmur að koma inn í sérverslun, fá þessa þjónustu. Fá þessa nánd, maður þekkir alltaf fólkið sem kemur. Þannig það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa þjónustu því það er enn mikið af fólki sem vill halda í þetta,“ segir Aron Elí Helgason, annar eigandi verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu eigi enn erindi en þá skipti miklu máli að neytendur versli við sérvöruverslanir. „Ég hef bara trú á því, sérstaklega hérna í þessu geggjaða hverfi, að fólk taki við því og mæti þeirri áskrorun að koma í fiskbúðina.“
Verslun Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira