Fótbolti

Ní­tján sigrar í röð hjá Guð­rúnu og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård eru með ellefu stiga forskot á toppnum.
Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård eru með ellefu stiga forskot á toppnum. Getty/Gualter Fatia

Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård stefna hraðbyri að fullkomnu tímabili í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en liðið vann sinn nítjánda sigur í röð í dag.

Rosengård vann þá 4-0 útisigur á Íslendingaliðinu Örebro.

Guðrún lék allan leikinn með mörkin skoruðu þær Momoko Tanikawa, Mai Kadowaki og Emilia Larsson (tvö síðustu mörkin).

Rosengård hefur unnið 19 af 19 leikjum sínum í deildinni í ár og markatalan er nú 77 mörk í plús eða 82-5. Það þarf ekki að koma á óvart að forystan er nú ellefu stig.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro og Katla María Þórðardóttir fyrstu 75 mínúturnar.

Annað Íslendingalið fagnaði sigri því Växjö vann 1-0 heimasigur á Piteå.

Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Växjö en Þórdís Elva Ágústsdóttir sat allan leikinn á bekknum. Bryndís Arna var tekin af velli á 77. mínútu.

Växjö er í sjöunda sæti eftir þennan sigur en nú aðeins einu stigi á eftir Piteå.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×