Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 13:05 Féð koma vænt af fjalli í Tungnaréttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira