Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2024 12:17 Frá fyrri leik HK og Breiðabliks á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni Vísir/Diego Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45. Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45.
Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira