Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 17:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur í leikslok. Visir/ Hulda Margrét Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira