Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 20:18 Þröstur er afar svekktur yfir stöðunni sem hann er kominn í sem ellilífeyrisþegi, og hefur leitað á svarta vinnumarkaðinn til að afla sér tekna. facebook „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira