Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar 17. september 2024 09:01 Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun