Grimm barátta og sviptingar í Fortnite Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2024 11:26 Þeir voru 55 spilararnir sem mættu ljóngrimmir til leiks í 2. umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite á mánudagskvöld þegar hart var barist um toppsætin. Önnur umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram á mánudagskvöld og nokkrar sviptingar voru á stigatöflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu talsverð áhrif á stöðuna á topp 10 listanum. Þegar leikar hófust í ELKO-Deildinni í gærkvöld voru spilararnir iKristoo og denas 13 í tveimur efstu sætunum. iKristoo datt hins vegar út snemma í fyrri leiknum þar sem denas 13 landaði sínum öðrum sigri í röð. iKristoo náði vopnum sínum í seinni leiknum sem endaði sem einhvers konar einvígi „kristóanna“ og lauk með sigri krizzto og iKristoo í öðru sæti. Ólafur Hrafn Steinarsson og Stefán Atli Rúnarsson lýstu leikjunum í beinni útsendingu og bentu á að mun fleiri keppendur væru mættir til leiks en í síðustu viku og einnig ljóst að þeir kæmu mun grimmari til leiks en síðast. Að tveimur umferðum og fjórum leikjum loknum er denas 13 í 1. sæti með 99 stig, iKristoo í 2. sæti með 96 stig og krizzto í því þriðja með 75 stig. Staðan breytist hins vegar hratt með hverjum leik og enn getur allt gerst þar sem sextán leikir eru enn eftir og haugur at stigum í pottinum. Staðan í ELKO-deildinni í Fortnite eftir 2. umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn
Þegar leikar hófust í ELKO-Deildinni í gærkvöld voru spilararnir iKristoo og denas 13 í tveimur efstu sætunum. iKristoo datt hins vegar út snemma í fyrri leiknum þar sem denas 13 landaði sínum öðrum sigri í röð. iKristoo náði vopnum sínum í seinni leiknum sem endaði sem einhvers konar einvígi „kristóanna“ og lauk með sigri krizzto og iKristoo í öðru sæti. Ólafur Hrafn Steinarsson og Stefán Atli Rúnarsson lýstu leikjunum í beinni útsendingu og bentu á að mun fleiri keppendur væru mættir til leiks en í síðustu viku og einnig ljóst að þeir kæmu mun grimmari til leiks en síðast. Að tveimur umferðum og fjórum leikjum loknum er denas 13 í 1. sæti með 99 stig, iKristoo í 2. sæti með 96 stig og krizzto í því þriðja með 75 stig. Staðan breytist hins vegar hratt með hverjum leik og enn getur allt gerst þar sem sextán leikir eru enn eftir og haugur at stigum í pottinum. Staðan í ELKO-deildinni í Fortnite eftir 2. umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn
Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36