Að ellefu ára dreng í hjólastóla sé vísað til Spánar. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður náði tali af Birni á mótmælum semvoru haldin á Hverfisgötu í dag þar sem ríkisstjórnin fundaði. Mál Yazans er eitt þeirra sem var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar.
Björn Leví segir það hafa verið vandræðalegt að horfa á svör ráðherranna í gær eftir að tekin var ákvörðun um að fresta brottvísun. Hann myndi gjarnan vilja vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundinum sem fer núna fram. Mál Yazans er eitt þeirra mála sem eru til umræðu á fundinum.
Björn Leví segir að enn séu margar spurningar sem verði að svara varðandi mál Yazans sem dæmi vottorðið sem hafi verið gefið út af læknum um að hann sé í ástandi til að vera fluttur.