„Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 12:04 Guðmundur Ingi á leið á fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. Guðmundur Ingi óskaði eftir því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottflutningnum eftir að fregnir bárust af því að fjölskyldan væri komin á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar í fyrrinótt. Varð við beiðninni með semingi Guðrún segist hafa orðið við beiðni Guðmundar Inga, þrátt fyrir að það hafi verið henni þvert um geð. Ríkisstjórnin ræddi mál fjölskyldunnar á ríkisstjórnarfundi í morgun og Guðmundur Ingi ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann að fundi loknum. Lá í þínum orðum að yrði það ekki gert, yrði það mjög erfitt fyrir stjórnarsamstarfið? „Ég hótaði ekki stjórnarslitum,“ segir Guðmundur Ingi. Málið er inni í kerfinu Spurður að því hvort mál Yazans gæti orðið til stjórnarslita verst Guðmundur Ingi svara. „Málið er inni í kerfinu núna og við reynum að ræða sig okkur niður á niðurstöðu í þessari ríkisstjórn, við höfum gert það síðastliðin sjö ár og við hyggjumst halda því áfram.“ Þá segir hann að liggi fólk inni á spítala, sé lasið og veikt, þá þurfi að setja spurningarmerki við að það sé flutt með valdi úr landi. Það hafi hann gert í tilfelli Yazans. Varhugavert að reyna aftur Guðmundur Ingi segist telja varhugavert að ráðast aftur í að vísa Yazan af landi brott skömmu eftir að henni var frestað. Ljóst er að verði Yazan og fjölskyldu ekki vísað brott á næstu dögum muni þau öðlast rétt til efnislegrar meðferðar hér á landi. „En auðvitað er málið inni í kerfinu og það er bara statt þar. Afskipti mín eða annarra hafa eingöngu lotið að því að biðja um frestun á þeirri brottvísun sem var kominn í gang, af málefnalegum ástæðum vegna þess að þetta er sérstakt mál. Það er ekki óeðlilegt til að geta áttað sig betur á málinu og fengið upplýsingar, sem mér finnst mikilvægt að við höfum undir höndum.“ „Við getum ekki tekið á móti öllum sem hingað vilja koma“ Guðmundur Ingi segir að almenn séð vilji hann að kerfið geti gripið fólk sem er í viðkvæmri stöðu og reynt hafi verið að byggja upp slíkt kerfi. Fyrir tilstilli Vintri grænna hafi breytingar verið gerðar á kerfinu til þess að það yrði mannúðlegra. „Til dæmis með því að að það gildi annað um börn og barnafjölskyldur, um fólk í viðkvæmri stöðu og svo framvegis. Þannig að við höfum verið að reyna að byggja upp þannig kerfi. Að sjálfsögðu á mannúð að vera ráðandi og ríkjandi í þessum mjög svo viðkvæma málaflokki.“ Aldrei áður hafi fleiri verið á flótta í heiminum og neyðin sé mjög mjög víða. Hann geri sér þó grein fyrir því að kerfi sé nauðsynlegt til þess að halda utan um flóttamannamálin. „Við getum ekki tekið á móti öllum sem hingað vilja koma og það þarf að vera í einhverju samhengi líka við það sem önnur ríki eru að gera. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því og þannig kerfi höfum við verið að byggja upp.“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Björn Levi Gunnarsson þingmaður Pírata segir stöðuna viðkvæma hvað varðar Yazan Tamimi sem á að brottvísa til Spánar. Hann segist vilja vita hvort að ráðherrarnir séu sáttir við að þetta séu aðstæðurnar sem skapist miðað við þau lög sem eru í gildi. 17. september 2024 11:55 Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49 Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Í hádeginu verða mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun fyrirferðarmest. 17. september 2024 11:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Guðmundur Ingi óskaði eftir því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottflutningnum eftir að fregnir bárust af því að fjölskyldan væri komin á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar í fyrrinótt. Varð við beiðninni með semingi Guðrún segist hafa orðið við beiðni Guðmundar Inga, þrátt fyrir að það hafi verið henni þvert um geð. Ríkisstjórnin ræddi mál fjölskyldunnar á ríkisstjórnarfundi í morgun og Guðmundur Ingi ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann að fundi loknum. Lá í þínum orðum að yrði það ekki gert, yrði það mjög erfitt fyrir stjórnarsamstarfið? „Ég hótaði ekki stjórnarslitum,“ segir Guðmundur Ingi. Málið er inni í kerfinu Spurður að því hvort mál Yazans gæti orðið til stjórnarslita verst Guðmundur Ingi svara. „Málið er inni í kerfinu núna og við reynum að ræða sig okkur niður á niðurstöðu í þessari ríkisstjórn, við höfum gert það síðastliðin sjö ár og við hyggjumst halda því áfram.“ Þá segir hann að liggi fólk inni á spítala, sé lasið og veikt, þá þurfi að setja spurningarmerki við að það sé flutt með valdi úr landi. Það hafi hann gert í tilfelli Yazans. Varhugavert að reyna aftur Guðmundur Ingi segist telja varhugavert að ráðast aftur í að vísa Yazan af landi brott skömmu eftir að henni var frestað. Ljóst er að verði Yazan og fjölskyldu ekki vísað brott á næstu dögum muni þau öðlast rétt til efnislegrar meðferðar hér á landi. „En auðvitað er málið inni í kerfinu og það er bara statt þar. Afskipti mín eða annarra hafa eingöngu lotið að því að biðja um frestun á þeirri brottvísun sem var kominn í gang, af málefnalegum ástæðum vegna þess að þetta er sérstakt mál. Það er ekki óeðlilegt til að geta áttað sig betur á málinu og fengið upplýsingar, sem mér finnst mikilvægt að við höfum undir höndum.“ „Við getum ekki tekið á móti öllum sem hingað vilja koma“ Guðmundur Ingi segir að almenn séð vilji hann að kerfið geti gripið fólk sem er í viðkvæmri stöðu og reynt hafi verið að byggja upp slíkt kerfi. Fyrir tilstilli Vintri grænna hafi breytingar verið gerðar á kerfinu til þess að það yrði mannúðlegra. „Til dæmis með því að að það gildi annað um börn og barnafjölskyldur, um fólk í viðkvæmri stöðu og svo framvegis. Þannig að við höfum verið að reyna að byggja upp þannig kerfi. Að sjálfsögðu á mannúð að vera ráðandi og ríkjandi í þessum mjög svo viðkvæma málaflokki.“ Aldrei áður hafi fleiri verið á flótta í heiminum og neyðin sé mjög mjög víða. Hann geri sér þó grein fyrir því að kerfi sé nauðsynlegt til þess að halda utan um flóttamannamálin. „Við getum ekki tekið á móti öllum sem hingað vilja koma og það þarf að vera í einhverju samhengi líka við það sem önnur ríki eru að gera. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því og þannig kerfi höfum við verið að byggja upp.“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Björn Levi Gunnarsson þingmaður Pírata segir stöðuna viðkvæma hvað varðar Yazan Tamimi sem á að brottvísa til Spánar. Hann segist vilja vita hvort að ráðherrarnir séu sáttir við að þetta séu aðstæðurnar sem skapist miðað við þau lög sem eru í gildi. 17. september 2024 11:55 Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49 Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Í hádeginu verða mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun fyrirferðarmest. 17. september 2024 11:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Björn Levi Gunnarsson þingmaður Pírata segir stöðuna viðkvæma hvað varðar Yazan Tamimi sem á að brottvísa til Spánar. Hann segist vilja vita hvort að ráðherrarnir séu sáttir við að þetta séu aðstæðurnar sem skapist miðað við þau lög sem eru í gildi. 17. september 2024 11:55
Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49
Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Í hádeginu verða mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun fyrirferðarmest. 17. september 2024 11:35