Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 14:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nauðsynlegt að samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar verði skoðað nánar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. „Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira