Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 18:29 Friðjón (t.h.) segist ekkert sérlega hissa á hve langan tíma tók að fá formlegt svar við einfaldri fyrirspurn. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal
Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira