Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 10:30 Theodór hvetur foreldra til að eyða meiri tíma með börnunum sínum. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“ Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“
Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira