Innlent

Ríki og sveitar­fé­lög benda á hvort annað varðandi NPA

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um NPA þjónustuformið en formaður NPA-Miðstöðvar segir að það sé óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna þjónustu. 

Ástandið hafi varað árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað.

Einnig lítum við niður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu málefni Klettaskóla í morgun. Mennta- og barnamálaráðherra segir að mörg ólík kerfi þurfi að virka saman til að þjónusta nemendur.

Og í kvöld verður kyrrðar- og bænastund í Dómkirkju Reykjavíkur vegna allar þeirra áfalla sem dunið hafa yfir samfélaginu síðustu vikur. Við heyrum í Elínborgu Sturludóttur dómirkjupresti.

Í íþróttapakka dagsins er fjallað um baráttuna um sæti í Bestu deildinni en Keflvíkingar tóku stórt skref í þá átt í gær.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 19. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×