„Það þarf ekki að vera neitt íburðarmikið, ég vil bara vera með fjölskyldunni að leika, syngja, borða pizzu og ís,“ skrifar Anníe Mist við færslu á Instagram. Þar má sjá mynd af vísitölufjölskyldunni á ströndinni.
Anníe Mist og unnusti hennar, CrossFit-kappinn Frederik Ægidius, eiga saman tvö börn. Freyju Mist sem er fjögurra ára og Atlas sem fæddist í byrjun maí á þessu ári.
Anníe Mist hefur í tvígang staðið uppi sem heimsmeistari í CrossFit og var sú fyrsta til að hljóta titilinn hraustasta kona í heimi. Þá er hún eigandi líkamsræktarstöðvarinnar CrossFit Reykjavík þar sem hún æfir og þjálfar.