Það verður seint sagt að leikir kvöldsins hafi verið spennandi en Veszprém vann ótrúlegan 13 marka sigur á PSG, lokatölur 41-28. Þá vann Sporting 18 marka útisigur, lokatölur í Danmörku klukkan 19-37.
Bjarki Már nýtti eina skot sitt í leiknum en Mikita Vailupau var markahæstur í liði Veszprém með 8 mörk. Nedim Remili kom þar á eftir með 7 mörk og 4 stoðsendingar.
Orri Freyr skoraði 4 mörk í liði Sporting á meðan Arnór Viðarsson skoraði 3 mörk og gaf 1 stoðsendingu í liði Fredericia. Þá skoraði Einar Þorsteinn Ólafsson eitt mark í liði heimamanna.
Sporting og Veszprém hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar á meðan lærisveinar Guðmundar í Fredericia eru án stiga á botni riðilsins.