„Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 21:03 Hala Tómasdóttir, forseti Íslands, segir að ráðast þurfi í þjóðarátak. Vísir/Bjarni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. Skipuleggjandi kertasölunnar til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sem hún hlaut í stunguárás á Menningarnótt, fulltrúar frá verslunum sem seldu kertin og kennarar og nemendur úr Salaskóla, þar sem Bryndís Klara gekk í skóla, komu saman í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni til að afhenda forseta Íslands og verndara sjóðsins fjármuni sem höfðu safnast til styrktar honum. Tæpar sjö milljónir króna söfnuðust með kertasölu. „Ég upplifði mikla sorg og vanmátt og fannst ég þurfa að gera eitthvað,“ segir Anna Björt Sigurðardóttir, skipuleggjandi kertasölunnar. „Ég sendi bara tölvupóst á öll stóru fyrirtækin á sunnudagsmorgni og það var ekki að spyrja að viðbrögðunum.“ Magnað að sjá samtakamátt þjóðarinnar Fólk var hvatt til að kveikja á kertum kvöldið sem Bryndís Klara var borin til grafar. Anna Björt gekk um hverfið sitt þetta kvöld og sá ljós á nánast hverju dyraþrepi. Anna Björt skipulagði kertasöluna.Vísir/Bjarni „Svo voru sumir búnir að breyta útilýsingunni sinni og gera hana bleika, sem var virkilega fallegt,“ segir Anna Björt. „Mér finnst þetta alveg magnað. Og mér finnst alveg magnað hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill og hvað ef við tökum öll höndum saman við getum látið gott af okkur leiða.“ Fundu fyrir þörf til að láta gott af sér leiða Nemendur Salaskóla söfnuðu einnig til styrktar minningarsjóðnum í árlegu góðgerðahlaupi. Tæp ein og hálf milljón safnaðist í hlaupinu. Ísak Guðmarsson Leví, íþróttakennari í Salaskóla, segir starfsmenn hafa fundið fyrir þörf bæði í eigin hópi og meðal nemenda til að sýna samkennd og stuðning á þessum erfiðu tímum og láta gott af sér leiða. „Nemendur hlupu fjóra hringi í kringum skólann, hver hringur er 2,5 kílómetrar. Nemendur hlupu mislangt eftir aldri. Það var gleði og fallegur andi yfir hópnum og við fengum mjög fallegan dag, eins og Bryndís Klara var. Foreldrar, forráðamenn og aðrir í skólasamfélaginu styrktu þetta brýna málefni,“ segir Ísak. Ísak Guðmarsson Leví íþróttakennari við Salaskóla segir skólasamfélagið hafa fundið fyrir þörf til að láta gott af sér leiða.Vísir/Bjarni Bryndís Klara var nemandi við Salaskóla. Hvernig er tilfinningin að geta lagt minningarsjóðnum hennar lið? „Falleg og góð. Manni líður alveg ótrúlega vel í hjartanu. Þetta er svo merkingarbær dagur og mikilvægt fyrir okkur sem lítill skóli að geta brugðist við með þessum hætti. Það er virkilega góð tilfinning.“ „Ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari minningarsjóðsins, segist fyrst og fremst þakklát þeim sem lögðu söfnuninni lið. „Hér taka bæði einstaklingar, vinnustaðir og skólar sig til, til að veita sorginni í uppbyggilegan farveg. Það er auðvitað sorg í skólanum hennar Bryndísar Klöru, það er sorg í samfélaginu. Það að það skyldu safnast hér um níu milljónir held ég að skipti mjög miklu máli og blási öðrum byr undir báða vængi að við getum gert eitthvað,“ segir Halla. Hún segir þjóðarátak þurfa til að bregðast við ofbeldisþróuninni í samfélaginu. „Það byrjar heima hjá hverju og einu okkar. Hver veljum við að vera á hverjum einasta degi. Tökum við utan um hvort annað, horfum við í augun á hvoru öðru,“ segir Halla. „Það er val sem okkur stendur til boða og það er brýnt að við veljum það öll. Það mun taka tíma, þannig að þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna.“ Stunguárás við Skúlagötu Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Skipuleggjandi kertasölunnar til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sem hún hlaut í stunguárás á Menningarnótt, fulltrúar frá verslunum sem seldu kertin og kennarar og nemendur úr Salaskóla, þar sem Bryndís Klara gekk í skóla, komu saman í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni til að afhenda forseta Íslands og verndara sjóðsins fjármuni sem höfðu safnast til styrktar honum. Tæpar sjö milljónir króna söfnuðust með kertasölu. „Ég upplifði mikla sorg og vanmátt og fannst ég þurfa að gera eitthvað,“ segir Anna Björt Sigurðardóttir, skipuleggjandi kertasölunnar. „Ég sendi bara tölvupóst á öll stóru fyrirtækin á sunnudagsmorgni og það var ekki að spyrja að viðbrögðunum.“ Magnað að sjá samtakamátt þjóðarinnar Fólk var hvatt til að kveikja á kertum kvöldið sem Bryndís Klara var borin til grafar. Anna Björt gekk um hverfið sitt þetta kvöld og sá ljós á nánast hverju dyraþrepi. Anna Björt skipulagði kertasöluna.Vísir/Bjarni „Svo voru sumir búnir að breyta útilýsingunni sinni og gera hana bleika, sem var virkilega fallegt,“ segir Anna Björt. „Mér finnst þetta alveg magnað. Og mér finnst alveg magnað hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill og hvað ef við tökum öll höndum saman við getum látið gott af okkur leiða.“ Fundu fyrir þörf til að láta gott af sér leiða Nemendur Salaskóla söfnuðu einnig til styrktar minningarsjóðnum í árlegu góðgerðahlaupi. Tæp ein og hálf milljón safnaðist í hlaupinu. Ísak Guðmarsson Leví, íþróttakennari í Salaskóla, segir starfsmenn hafa fundið fyrir þörf bæði í eigin hópi og meðal nemenda til að sýna samkennd og stuðning á þessum erfiðu tímum og láta gott af sér leiða. „Nemendur hlupu fjóra hringi í kringum skólann, hver hringur er 2,5 kílómetrar. Nemendur hlupu mislangt eftir aldri. Það var gleði og fallegur andi yfir hópnum og við fengum mjög fallegan dag, eins og Bryndís Klara var. Foreldrar, forráðamenn og aðrir í skólasamfélaginu styrktu þetta brýna málefni,“ segir Ísak. Ísak Guðmarsson Leví íþróttakennari við Salaskóla segir skólasamfélagið hafa fundið fyrir þörf til að láta gott af sér leiða.Vísir/Bjarni Bryndís Klara var nemandi við Salaskóla. Hvernig er tilfinningin að geta lagt minningarsjóðnum hennar lið? „Falleg og góð. Manni líður alveg ótrúlega vel í hjartanu. Þetta er svo merkingarbær dagur og mikilvægt fyrir okkur sem lítill skóli að geta brugðist við með þessum hætti. Það er virkilega góð tilfinning.“ „Ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari minningarsjóðsins, segist fyrst og fremst þakklát þeim sem lögðu söfnuninni lið. „Hér taka bæði einstaklingar, vinnustaðir og skólar sig til, til að veita sorginni í uppbyggilegan farveg. Það er auðvitað sorg í skólanum hennar Bryndísar Klöru, það er sorg í samfélaginu. Það að það skyldu safnast hér um níu milljónir held ég að skipti mjög miklu máli og blási öðrum byr undir báða vængi að við getum gert eitthvað,“ segir Halla. Hún segir þjóðarátak þurfa til að bregðast við ofbeldisþróuninni í samfélaginu. „Það byrjar heima hjá hverju og einu okkar. Hver veljum við að vera á hverjum einasta degi. Tökum við utan um hvort annað, horfum við í augun á hvoru öðru,“ segir Halla. „Það er val sem okkur stendur til boða og það er brýnt að við veljum það öll. Það mun taka tíma, þannig að þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna.“
Stunguárás við Skúlagötu Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira