Pallborðið: „Taumlaus græðgi“ eða verðið á hveiti? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 10:44 Sigurður Ágúst Sigurðsson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sigríður Margrét Oddsdóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Á sama tíma hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggðum lánum. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Taumlaus græðgi, hveiti og brauð Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði á dögunum að hækkanirnar væru til marks um „taumlausa græðgi“ sem hefði fengið að viðgangast í fjármálakerfinu en þessu svaraði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með því að útskýra að það væri ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið. Húsnæðiseigendur sitja uppi með hærri afborganir og lán þar sem fastir vextir eru að losna, neytendur borga meira fyrir matarkörfuna og leigjendur sitja í súpunni á þröngum húsnæðismarkaði. Til alls þessa var horft við gerð kjarasamninga fyrr á árinu, þar sem markmiðið var að stuðla að stöðugleika, auknum kaupmætti og lækkun vaxta og verðbólgu. Hvernig hefur ræst úr þeim fyrirheitum sem gefin voru? Og hvernig verður þróunin í vetur? Þetta og fleira verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 12.15 í dag. Stjórnandi er Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hægt er að hlusta á Pallborðið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Á sama tíma hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggðum lánum. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Taumlaus græðgi, hveiti og brauð Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði á dögunum að hækkanirnar væru til marks um „taumlausa græðgi“ sem hefði fengið að viðgangast í fjármálakerfinu en þessu svaraði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með því að útskýra að það væri ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið. Húsnæðiseigendur sitja uppi með hærri afborganir og lán þar sem fastir vextir eru að losna, neytendur borga meira fyrir matarkörfuna og leigjendur sitja í súpunni á þröngum húsnæðismarkaði. Til alls þessa var horft við gerð kjarasamninga fyrr á árinu, þar sem markmiðið var að stuðla að stöðugleika, auknum kaupmætti og lækkun vaxta og verðbólgu. Hvernig hefur ræst úr þeim fyrirheitum sem gefin voru? Og hvernig verður þróunin í vetur? Þetta og fleira verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 12.15 í dag. Stjórnandi er Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hægt er að hlusta á Pallborðið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira