Arteta varðist ásökunum: „Þá væri ég mjög tregur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 07:31 Mikel Arteta fer yfir málin með Gabriel Jesus á Etihad-leikvanginum á sunnudaginn. Getty/James Gill Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir ekkert athugavert við það hvernig lið hans spilaði í 2-2 jafnteflinu við Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira