Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 10:11 Caroline Ellison fyrir utan dómshús á Manhattan þar sem hún bar vitni gegn Sam Bankman-Fried í október í fyrra. AP/Eduardo Munoz Alvarez Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Bankman-Fried hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir að svindla á fjárfestum og innistæðueigendum FTX fyrr á þessu ári. Sakfelling hans byggðist meðal annars á vitnisburði Ellison en þau Bankman-Fried höfðu meðal annars átt í ástarsambandi á tímabili. Ellison var forstjóri rafmyntavogunarsjóðsins Alameda Research. Bankman-Fried færði milljarða dollara ólöglega út úr FTX á laun til þess að bjarga því félagi þegar það skuldaði milljarða dollara vegna misheppnaðra fjárfestinga. Þegar fregnir af óráðsíu hjá FTX byrjuðu að berast út gerðu viðskiptavinir áhlaup á fyrirtækið. Það var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í nóvember 2022. „Ég skammast mín ákaflega fyrir það sem ég hef gert,“ sagði Ellison tárvot þegar hún bað alla þá sem urðu fyrir tjóni af völdum svikanna fyrir dómi. Dómarinn í máli Ellison féllst á tillögu saksóknara um að Ellison ætti skilið vægari refsingu vegna þess hversu einstaklega samvinnufús hún hefði verið við rannsókn málsins. Hún hefði játað sekt sína og borið vitni gegn Bankman-Fried. Saksóknari sagði að sér hefði þótt sérstaklega mikið til þess koma að Ellison hefði ekki reynt að komast undan réttvísinni heldur varið tveimur árum í að liðsinna rannsakendum málsins. Þrátt fyrir það taldi dómarinn nauðsynlegt að dæma Ellison til fangelsisvistar í ljósi þátttöku hennar í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna. Hún þarf að gefa sig fram til afpláningar 7. nóvember. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Rafmyntir Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Bankman-Fried hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir að svindla á fjárfestum og innistæðueigendum FTX fyrr á þessu ári. Sakfelling hans byggðist meðal annars á vitnisburði Ellison en þau Bankman-Fried höfðu meðal annars átt í ástarsambandi á tímabili. Ellison var forstjóri rafmyntavogunarsjóðsins Alameda Research. Bankman-Fried færði milljarða dollara ólöglega út úr FTX á laun til þess að bjarga því félagi þegar það skuldaði milljarða dollara vegna misheppnaðra fjárfestinga. Þegar fregnir af óráðsíu hjá FTX byrjuðu að berast út gerðu viðskiptavinir áhlaup á fyrirtækið. Það var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í nóvember 2022. „Ég skammast mín ákaflega fyrir það sem ég hef gert,“ sagði Ellison tárvot þegar hún bað alla þá sem urðu fyrir tjóni af völdum svikanna fyrir dómi. Dómarinn í máli Ellison féllst á tillögu saksóknara um að Ellison ætti skilið vægari refsingu vegna þess hversu einstaklega samvinnufús hún hefði verið við rannsókn málsins. Hún hefði játað sekt sína og borið vitni gegn Bankman-Fried. Saksóknari sagði að sér hefði þótt sérstaklega mikið til þess koma að Ellison hefði ekki reynt að komast undan réttvísinni heldur varið tveimur árum í að liðsinna rannsakendum málsins. Þrátt fyrir það taldi dómarinn nauðsynlegt að dæma Ellison til fangelsisvistar í ljósi þátttöku hennar í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna. Hún þarf að gefa sig fram til afpláningar 7. nóvember.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Rafmyntir Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57
Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18