Jake Paul keppir í 135 milljóna króna stuttbuxum gegn Tyson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2024 13:01 Jake Paul bíður spenntur eftir því að mæta Mike Tyson í hringnum. getty/Cooper Neill Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul ætlar að mæta til leiks í sínu fínasta pússi þegar hann berst gegn Mike Tyson í nóvember. Paul stefnir nefnilega að því að keppa í dýrustu stuttbuxum allra tíma. Mikil eftirvænting ríkir fyrir bardaga þeirra Pauls og Tysons í Texas 15. nóvember næstkomandi. Alls munar 31 ári á köppunum. Tyson er 58 ára en Paul 27 ára. Paul ætlar að vera flottur til fara í bardaganum og engu verður til sparað til að hann líti sem best út. „Við ætlum að búa til dýrustu stuttbuxur allra tíma fyrir þennan bardaga. Við erum að skipuleggja eitthvað brjálæði og ætlum að senda skilaboð. Við stefnum á að þetta kosti eina milljón Bandaríkjadala,“ sagði Paul. Ein milljón Bandaríkjadala samsvarar rúmlega 135 milljónum íslenskra króna. Talið er að Paul og Tyson skipti með sér áttatíu milljónum Bandaríkjadala fyrir bardagann. Í nýlegu viðtali sagðist Tyson þó ekki keppa vegna peninganna. Hann eigi nóg af þeim. Paul sigraði Mike Perry í síðasta bardaga sínum, í júlí. Hann hefur unnið tíu af ellefu bardögum sínum á ferlinum. Eina tapið kom gegn Tommy Fury í fyrra. Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir fyrir bardaga þeirra Pauls og Tysons í Texas 15. nóvember næstkomandi. Alls munar 31 ári á köppunum. Tyson er 58 ára en Paul 27 ára. Paul ætlar að vera flottur til fara í bardaganum og engu verður til sparað til að hann líti sem best út. „Við ætlum að búa til dýrustu stuttbuxur allra tíma fyrir þennan bardaga. Við erum að skipuleggja eitthvað brjálæði og ætlum að senda skilaboð. Við stefnum á að þetta kosti eina milljón Bandaríkjadala,“ sagði Paul. Ein milljón Bandaríkjadala samsvarar rúmlega 135 milljónum íslenskra króna. Talið er að Paul og Tyson skipti með sér áttatíu milljónum Bandaríkjadala fyrir bardagann. Í nýlegu viðtali sagðist Tyson þó ekki keppa vegna peninganna. Hann eigi nóg af þeim. Paul sigraði Mike Perry í síðasta bardaga sínum, í júlí. Hann hefur unnið tíu af ellefu bardögum sínum á ferlinum. Eina tapið kom gegn Tommy Fury í fyrra.
Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira