Hvar eru sálfræðingarnir? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 25. september 2024 14:01 Geðheilbrigðismál og niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á fundi Alþingis þann 24. september. Í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um fjármögnun Sjúkratryggingar Íslands á sálfræðiþjónustu kom fram að fjármálaráðherra telur að skortur á sálfræðingum sé ein af ástæðum þess hve illa hefur gengið að veita niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Í ræðu sinni nefndi ráðherra annars vegar að skortur sé á sálfræðingum og að mikið sé að gera hjá þeim. Sálfræðingum fjölgar - en verkefnunum líka Það er rétt hjá ráðherra að íslenskir sálfræðingar hafa næg verkefni. Í dag fullmennta bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sálfræðinga til starfsréttinda. Fyrsti hópur „íslenskt menntaðra“ sálfræðinga útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2001 en fram að því fóru allir sem vildu starfa sem sálfræðingar hér heima í framhaldsnám erlendis. Árið 2001, árið sem fyrsti hópurinn útskrifaðist frá HÍ, voru gild starfsleyfi sálfræðinga á Íslandi um 250 en í dag eru starfsleyfi í gildi yfir þúsund talsins. Af þessum hópi starfa líklega um 680-700 sálfræðingar við það að aðalstarfi að veita sálfræðimeðferð. Sálfræðimeðferð er meðferð sem byggir á traustum grunni þúsunda vísindarannsókna og er veitt af sálfræðingi sem nýtir þjálfun sína og reynslu til að sníða meðferðina að þörfum og markmiðum hvers skjólstæðings til að árangur af meðferð verði sem mestur og bestur. Framfarir – en ekki nægar Á þessari öld hafa orðið miklar framfarir á ýmsum sviðum geðheilbrigðisþjónustu. Þar á meðal hefur aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð batnað verulega. Þannig eru nú rúmlega 100 sálfræðingar starfandi á Landspítala, á geðsviði, sálfræðiþjónustu vefrænna deilda og á barnasviði. Innan heilsugæslu hefur náðst þó nokkur árangur á undanförnum árum í að bæta aðgengi að sálfræðimeðferð og annarri þjónustu sálfræðinga bæði á heilsugæslustöðvum og einnig í geðheilsuteymum eða svo kallaðri annarrar línu þjónustu bæði fyrir börn og fullorðna. Viðlíka fjöldi sálfræðinga er nú starfandi á heilsugæslustofnunum eins og á Landspítala. Þá er ótalinn töluverður og vaxandi fjöldi sálfræðinga í þjónustu sveitarfélaga en þar starfa sálfræðingar í skóla- og félagsþjónustu auk barnaverndar. Þrátt fyrir töluverða fjölgun sálfræðinga í 1. 2. og 3. línu heilbrigðiskerfisins vantar enn mikið upp á að þeir sálfræðingar sem þar starfa anni eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu. Því eru biðlistar allt of langir víða í kerfinu. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar - burðarstoð í heilbrigðisþjónustu Þó svo að sálfræðingum í opinberri þjónustu hafi fjölgað nokkuð er það eftir sem áður svo að stærsti einstaki hópur sálfræðinga sem sinna meðferð vinna á sjálfstæðum starfstöðvum sálfræðinga. Með réttu má lýsa sjálfstætt starfandi sálfræðingum sem 4. stoðinni undir framboði sálfræðimeðferðar. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar sinna mjög fjölbreyttri meðferð við vanda sem telst vera allt frá því að vera vægur og yfir í mjög þungur og á stundum lífsógnandi. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar sinna þannig mjög fjölbreyttum verkefnum þar sem greiðendur þjónustu eru í langflestum tilfellum skjólstæðingarnir sjálfir eða foreldrar þeirra þegar um börn eða ungmenni er að ræða. Einnig er nokkuð um það að félagsþjónusta og barnavernd greiði fyrir sálfræðiþjónustu en sú aðstoð nær aðeins til lítils hluta þess hóps sem hefur þörf á sálfræðimeðferð. Vannýtt tækifæri Sjúkratrygginga Með lagabreytingu árið 2020 var loks opnað fyrir þann möguleika að Sjúkratryggingar Íslands taki markvissan þátt í greiðslum fyrir sálfræðiþjónustu líkt og þær hafa gert um langt árabil vegna þjónustu sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og annarra fagstétta. Í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurninni sem nefnd er í upphafi þessa pistils kom fram að framlag Sjúkratrygginga til rammasamnings við sálfræðinga séu 250 milljónir á ári. Það kann að hljóma eins og há tala en í samhengi við tuga milljarða veltu Sjúkratrygginga er þetta ekki há upphæð. Upphæðin lækkar svo enn frekar þegar gætt er að því að á síðasta ári tókst Sjúkratryggingum aðeins að koma 83 af þessum 250 milljónum í lóg. Sé þessi upphæð þýdd yfir í meðferðarviðtöl hjá sálfræðingi miðað við þann taxta sem Sjúkratryggingar bjóða sálfræðingum að starfa eftir má ætla að þessar 83 milljónir hafi greitt fyrir tæplega 4.000 meðferðartíma sálfræðings á síðasta ári. Það eru á við um fjögur ársverk sálfræðings. Ef gert er ráð fyrir að sálfræðimeðferð standi í 15-20 skipti jafngildir þetta því að 160-200 manns fái fulla sálfræðimeðferð. Við þetta má bæta að ábatinn af árangursríkri sálfræðimeðferð er margfaldur á við kostnaðinn af því að veita meðferðina. Ástæða þess hve illa gengur að koma eyrnamerktum fjármunum til sálfræðiþjónustu út er sú að greiðslur samkvæmt núgildandi rammasamningi sem Sjúkratryggingar gáfu út einhliða árið 2022 eru svo lágar að sjálfstætt starfandi sálfræðingar treysta sér ekki til að starfa eingöngu samkvæmt samningnum. Það er að segja, greiðslur eru svo lágar að þær standa ekki einar og sér undir rekstri á starfsstöð sálfræðings, húsnæðiskostnaði, leyfisgjöldum, tryggingum, hugbúnaðarleyfum, launum og launatengdum gjöldum og öðrum kostnaði. Af þessum sökum eru aðeins um 30 sálfræðingar aðilar að samningnum og á fundi Sálfræðingafélags Íslands með þessum hópi í ágúst s.l. kom fram að vegna þess hve lág gjaldskráin er treysta engir sálfræðingar sér til að veita þjónustu eingöngu eftir rammasamningnum. Ljóst er að ef þessir 30 sálfræðingar gætu helgað sig þjónustu samkvæmt rammasamningi Sjúkratrygginga gætu þeir afkastað allt frá 28.000 til 34.000 meðferðartímum á ári. 30.000 meðferðartímar hjá sálfræðingi jafngilda því að 1.700-2.200 manns fengju fulla sálfræðimeðferð. Gerum þetta saman Þrátt fyrir þá hnökra og erfiðleika við að koma á greiðsluþátttökukerfi fyrir sálfræðiþjónustu sem ég hef lýst hér, fagna ég þeim jákvæða tón sem fjármálaráðherra sló í svörum sínum á Alþingi. Sjúkratryggingar hafa á þessu ári náð þjónustusamningum við félög sérgreinalækna og sjúkraþjálfara um veitingu heilbrigðisþjónustu.Nú heyrir það upp á Sjúkratryggingar og Sálfræðingafélagið að taka við þessum bolta frá Alþingi og ríkisstjórn og gera þær endurbætur á samningi Sjúkratrygginga við sálfræðinga sem nauðsynlegar eru til að þau sem á þurfa að halda hafi aðgang að sálfræðimeðferð óháð fjárhag. Sálfræðingafélag Íslands er reiðubúið í þá vinnu. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál og niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á fundi Alþingis þann 24. september. Í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um fjármögnun Sjúkratryggingar Íslands á sálfræðiþjónustu kom fram að fjármálaráðherra telur að skortur á sálfræðingum sé ein af ástæðum þess hve illa hefur gengið að veita niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Í ræðu sinni nefndi ráðherra annars vegar að skortur sé á sálfræðingum og að mikið sé að gera hjá þeim. Sálfræðingum fjölgar - en verkefnunum líka Það er rétt hjá ráðherra að íslenskir sálfræðingar hafa næg verkefni. Í dag fullmennta bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sálfræðinga til starfsréttinda. Fyrsti hópur „íslenskt menntaðra“ sálfræðinga útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2001 en fram að því fóru allir sem vildu starfa sem sálfræðingar hér heima í framhaldsnám erlendis. Árið 2001, árið sem fyrsti hópurinn útskrifaðist frá HÍ, voru gild starfsleyfi sálfræðinga á Íslandi um 250 en í dag eru starfsleyfi í gildi yfir þúsund talsins. Af þessum hópi starfa líklega um 680-700 sálfræðingar við það að aðalstarfi að veita sálfræðimeðferð. Sálfræðimeðferð er meðferð sem byggir á traustum grunni þúsunda vísindarannsókna og er veitt af sálfræðingi sem nýtir þjálfun sína og reynslu til að sníða meðferðina að þörfum og markmiðum hvers skjólstæðings til að árangur af meðferð verði sem mestur og bestur. Framfarir – en ekki nægar Á þessari öld hafa orðið miklar framfarir á ýmsum sviðum geðheilbrigðisþjónustu. Þar á meðal hefur aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð batnað verulega. Þannig eru nú rúmlega 100 sálfræðingar starfandi á Landspítala, á geðsviði, sálfræðiþjónustu vefrænna deilda og á barnasviði. Innan heilsugæslu hefur náðst þó nokkur árangur á undanförnum árum í að bæta aðgengi að sálfræðimeðferð og annarri þjónustu sálfræðinga bæði á heilsugæslustöðvum og einnig í geðheilsuteymum eða svo kallaðri annarrar línu þjónustu bæði fyrir börn og fullorðna. Viðlíka fjöldi sálfræðinga er nú starfandi á heilsugæslustofnunum eins og á Landspítala. Þá er ótalinn töluverður og vaxandi fjöldi sálfræðinga í þjónustu sveitarfélaga en þar starfa sálfræðingar í skóla- og félagsþjónustu auk barnaverndar. Þrátt fyrir töluverða fjölgun sálfræðinga í 1. 2. og 3. línu heilbrigðiskerfisins vantar enn mikið upp á að þeir sálfræðingar sem þar starfa anni eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu. Því eru biðlistar allt of langir víða í kerfinu. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar - burðarstoð í heilbrigðisþjónustu Þó svo að sálfræðingum í opinberri þjónustu hafi fjölgað nokkuð er það eftir sem áður svo að stærsti einstaki hópur sálfræðinga sem sinna meðferð vinna á sjálfstæðum starfstöðvum sálfræðinga. Með réttu má lýsa sjálfstætt starfandi sálfræðingum sem 4. stoðinni undir framboði sálfræðimeðferðar. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar sinna mjög fjölbreyttri meðferð við vanda sem telst vera allt frá því að vera vægur og yfir í mjög þungur og á stundum lífsógnandi. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar sinna þannig mjög fjölbreyttum verkefnum þar sem greiðendur þjónustu eru í langflestum tilfellum skjólstæðingarnir sjálfir eða foreldrar þeirra þegar um börn eða ungmenni er að ræða. Einnig er nokkuð um það að félagsþjónusta og barnavernd greiði fyrir sálfræðiþjónustu en sú aðstoð nær aðeins til lítils hluta þess hóps sem hefur þörf á sálfræðimeðferð. Vannýtt tækifæri Sjúkratrygginga Með lagabreytingu árið 2020 var loks opnað fyrir þann möguleika að Sjúkratryggingar Íslands taki markvissan þátt í greiðslum fyrir sálfræðiþjónustu líkt og þær hafa gert um langt árabil vegna þjónustu sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og annarra fagstétta. Í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurninni sem nefnd er í upphafi þessa pistils kom fram að framlag Sjúkratrygginga til rammasamnings við sálfræðinga séu 250 milljónir á ári. Það kann að hljóma eins og há tala en í samhengi við tuga milljarða veltu Sjúkratrygginga er þetta ekki há upphæð. Upphæðin lækkar svo enn frekar þegar gætt er að því að á síðasta ári tókst Sjúkratryggingum aðeins að koma 83 af þessum 250 milljónum í lóg. Sé þessi upphæð þýdd yfir í meðferðarviðtöl hjá sálfræðingi miðað við þann taxta sem Sjúkratryggingar bjóða sálfræðingum að starfa eftir má ætla að þessar 83 milljónir hafi greitt fyrir tæplega 4.000 meðferðartíma sálfræðings á síðasta ári. Það eru á við um fjögur ársverk sálfræðings. Ef gert er ráð fyrir að sálfræðimeðferð standi í 15-20 skipti jafngildir þetta því að 160-200 manns fái fulla sálfræðimeðferð. Við þetta má bæta að ábatinn af árangursríkri sálfræðimeðferð er margfaldur á við kostnaðinn af því að veita meðferðina. Ástæða þess hve illa gengur að koma eyrnamerktum fjármunum til sálfræðiþjónustu út er sú að greiðslur samkvæmt núgildandi rammasamningi sem Sjúkratryggingar gáfu út einhliða árið 2022 eru svo lágar að sjálfstætt starfandi sálfræðingar treysta sér ekki til að starfa eingöngu samkvæmt samningnum. Það er að segja, greiðslur eru svo lágar að þær standa ekki einar og sér undir rekstri á starfsstöð sálfræðings, húsnæðiskostnaði, leyfisgjöldum, tryggingum, hugbúnaðarleyfum, launum og launatengdum gjöldum og öðrum kostnaði. Af þessum sökum eru aðeins um 30 sálfræðingar aðilar að samningnum og á fundi Sálfræðingafélags Íslands með þessum hópi í ágúst s.l. kom fram að vegna þess hve lág gjaldskráin er treysta engir sálfræðingar sér til að veita þjónustu eingöngu eftir rammasamningnum. Ljóst er að ef þessir 30 sálfræðingar gætu helgað sig þjónustu samkvæmt rammasamningi Sjúkratrygginga gætu þeir afkastað allt frá 28.000 til 34.000 meðferðartímum á ári. 30.000 meðferðartímar hjá sálfræðingi jafngilda því að 1.700-2.200 manns fengju fulla sálfræðimeðferð. Gerum þetta saman Þrátt fyrir þá hnökra og erfiðleika við að koma á greiðsluþátttökukerfi fyrir sálfræðiþjónustu sem ég hef lýst hér, fagna ég þeim jákvæða tón sem fjármálaráðherra sló í svörum sínum á Alþingi. Sjúkratryggingar hafa á þessu ári náð þjónustusamningum við félög sérgreinalækna og sjúkraþjálfara um veitingu heilbrigðisþjónustu.Nú heyrir það upp á Sjúkratryggingar og Sálfræðingafélagið að taka við þessum bolta frá Alþingi og ríkisstjórn og gera þær endurbætur á samningi Sjúkratrygginga við sálfræðinga sem nauðsynlegar eru til að þau sem á þurfa að halda hafi aðgang að sálfræðimeðferð óháð fjárhag. Sálfræðingafélag Íslands er reiðubúið í þá vinnu. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun