Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2024 11:00 Inga Sæland sagði hér allt á hverfanda hveli, vargöld ríkir og ekki er reynt að ráðast gegn rót vandans. Flokkur fólksins stendur hins vegar vaktiina. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira