Um 100 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2024 20:04 Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, sem segir alltaf mikið stuð og stemmingu í sláturtíðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu. Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira