Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 18:37 Ingunn hlaut alls tuttug sár í árásinni. Sjúkraliði sem kom á vettvang sagði fyrir dómi að hann hefði ekki búist við því að hún lifði af. Ingunn Björnsdóttir Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn.
Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05
„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31