Wisla mátti þola eins marks tap í kvöld, lokatölur 24-23. Tapið hefði getað verið stærra hefði Viktor Gísli ekki staðið vaktina vel en hann varði 13 skot og var með tæplega 40 prósent markvörslu. Plock fékk hins vegar tækifæri til að stela stigi af vítalínunni í lokin en vítakastið var varið.
#MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓 🙌
— EHF Champions League (@ehfcl) September 26, 2024
🇵🇱Orlen Wisla Plock 23:24 Paris Saint-Germain Handball🇫🇷
Goalkeeping match led by 𝗔𝗻𝗱𝗿𝗲𝗮𝘀 𝗣𝗮𝗹𝗶𝗰𝗸𝗮🌟#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/zyTNYFsZIE
Viktor Gísli og félagar í Wisla eru enn án stiga í A-riðli líkt og lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia.
Kristján Örn skoraði sex mörk í öruggum sigri Skanderborg á Grindsted í efstu deild danska handboltans, lokatölur 32-21. Skandeborg hefur unnið tvo leiki af fjórum og er í 6. sæti deildarinnar.