Eftir því sem leið á embættistíma Guðna var hlutfallið alltaf hærra en 71 prósent sem var ánægt með störf hans. Hæst var það 82 prósent árið 2018. Í könnuninni eru einnig birtar niðurstöður um ánægju með störf Ólafs Ragnars síðustu sjö ár hans í embætti. Lægsta hlutfallið sem var ánægt með hann á því tímabili var 49 prósent og hæsta 59 prósent. Mun fleiri eru þó óánægðir með störf hans en óánægðir um störf Höllu.

Hlutfall þeirra sem eru ánægðir hefur því ekki verið lægra í september frá því mælingar hófust árið 2011.
Ef litið er til ólíkra bakgrunnsbreyta má sjá að konur eru mun ánægðari með Höllu er karlar. Ef litið er til aldurs er ekki mikill munur og heldur ekki eftir búsetu. Ef litið er til tekna eru þau með lægstu tekjurnar mest ánægð.

Ef litið er til þess flokks sem fólk kýs til Alþingis þá eru kjósendur Flokks fólksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins líklegast til að vera ánægðir en munurinn er þó ekki mjög mikill. Kjósendur Vinstri grænna eru líklegust til að vera óánægð með störf hennar en 15,4 prósent þeirra eru það.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og fór fram 16. til 24. september 2024 Svarendur voru 1.067 talsins.