„Eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þar sem hann hafi áttað sig á því að hann væri ástfanginn af Söru Lind. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning