Laxalús og varnir gegn henni Jón Sveinsson skrifar 27. september 2024 16:02 Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar