Lífið

Eva flutt inn í verðlaunahús Kára

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva og Kári opinberuðu samband sitt í sumar.
Eva og Kári opinberuðu samband sitt í sumar.

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hefur flutt lögheimili sitt til kærasta síns Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í Kópavogi.  Hús Kára er við Fagraþing í Kópavogi, með útsýni yfir Elliðavatn.

Eva og Kári byrjuðu saman fyrr á árinu og virðist lífið leika við þau. Um 38 ár eru á milli þeirra. Kári er fæddur árið 1949 og Eva 1987.

Verðlaunahús

Hús Kára hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlit þess. Þegar húsið var byggt kastaðist í kekki á milli Kára og verktaka, svo athygli vakti. Það voru EON-arkítektar sem teiknuðu húsið, sem vakið hefur mikla athygli í fjölmiðlum frá því að bygging þess hófst.

Árið 2014 vann húsið til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design. Húsið hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem eitt einstakasta hús landsins. 

Verðlaunin voru í flokki stórra einbýlishúsa.Mynd/Interior Design

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×