Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 21:01 Ilmur dögg vonar að fleiri fríbúðir skjóti upp kollinum. Vísir/Bjarni Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“ Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira