„Ég bara hágrét í leikslok“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:00 Langþráður draumur rættist í dag hjá Magnúsi Má Einarssyni. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok. „Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira