Innlent

Bana­slys á Sæ­braut og stofnun nýs stjórn­mála­flokks

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt þegar fólksbíl var ekið á gangandi vegfaranda, sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögregla segir framkomu annarra vegfarenda, sem hafi reynt að troðast í gegnum vegalokanir, dapurlega.

Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Líbanon. Yfirvöld þar í landi þrýsta á um vopnahlé. Prófessor við Háskólann á Akureyri telur markmið Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að draga Bandaríkin inn í stríð við Íran. 

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk - Lýðræðisflokkinn. Við ræðum við Arnar í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Keflavík hafði betur gegn Val í Meistarakeppni karla í körfunni í gær. Keflvíkingar að vonum sáttir en Valsmenn gáfu ekki kost á viðtölum að leik loknum. Við gerum leikinn upp í sportinu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×