Innherji

Væntan­legur sam­runi við Sam­kaup mun breyta dag­vöru­markaðinum mikið

Hörður Ægisson skrifar
Ef af sameiningu verður mun ný verslunarkeðja reka yfir 70 verslanir og vænt velta líklega um 80 milljarðar króna.
Ef af sameiningu verður mun ný verslunarkeðja reka yfir 70 verslanir og vænt velta líklega um 80 milljarðar króna.

Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.


Tengdar fréttir

SKEL eignast um þriðjungs­hlut í tansanísku námu­fé­lagi

Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi.

Skel stendur að kaupum á belgísku verslunar­keðjunni INNO

Fjárfestingafélagið Skel í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia er að ganga frá kaupum á öllu hlutafé belgísku verslunarkeðjunnar INNO. Skel mun fara með helmingshlut í nýju félagi sem er stofnað í kringum kaupin á INNO sem er með árlega veltu upp á jafnvirði tugi milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×