Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 15:52 Halldór Auðar Svansson var ekki formaður framkvæmdaráðs Pírata lengi. Píratar Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. Þetta segir í yfirlýsingu sem Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður framkvæmdastjórnar Pírata, ritar fyrir hönd stjórnarinnar í lokaða Facebook-hópinn Virkir Píratar og Vísir hefur undir höndum. Spennt fyrir vetrinum Í yfirlýsingunni segir að nýkjörin framkvæmdastjórn Pírata sé spennt fyrir komandi vetri og undirbúningi fyrir Alþingiskosningar. „Við viljum þakka þingflokki, sveitastjórnarfulltrúum og félögum okkar í grasrót Pírata fyrir góðar viðtökur og hlökkum til áframhaldandi farsæls samstarfs.“ Í fréttatilkynningu frá þáverandi starfsmanni þingflokks Pírata, Atla Þór Fanndal, eftir aðalfundinnn sagði að umtalsverð nýliðun hefði orðið í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. Nokkuð hafi verið um nýskráningar í flokkinn undanfarinn mánuð og nýtt fólk sést á vettvangi. „Aðalfundur bar þess sterk merki.“ Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Framkvæmdastjórn Pírata frá vinstri til hægri, Eva Sjöfn Helgadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi formaður.Píratar Í kjölfar aðalfundarins var Atla Þór sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokksins og nú hefur Halldór stigið til hliðar sem formaður. Fjölmiðlar ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr deilum Í tilkynningu stjórnarinnar nú segir að hún líti á alla Pírata frá kjörnum fulltrúum til grasrótar, frá elsta pírata til grænasta nýliða, sem mikilvæga hlekki í hreyfingunni. „Við erum öll Píratar og fjölmiðlar eru ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr þeim álitamálum sem koma upp innan okkar raða.“ Segjast berjast fyrir auknu lýðræði Í tilkynningunni segir að Píratar berjist fyrir auknu lýðræði í því formi sem það bjóðist og í samræmi við það hafi framkvæmdastjórn sett sér þá vinnureglu að aðal- og varamenn hafa jafnan atkvæðarétt í stjórninni. Kjörnum varamönnum í stjórn hafi verið boðið að sitja alla fundi framkvæmdastjórnar og þeir hafi þar bæði fullt málfrelsi og atkvæðisrétt líkt og aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar. Halldór út en samt ekki alveg Loks segir í tilkynningunni að Halldór Auðar Svansson hafi stigið til hliðar sem formaður framkvæmdastjórnar Pírata og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir tekið við sem formaður. Þórhildur segir í samtali við Vísi að ákvörðun Halldórs um að stíga til hliðar hafi verið tekin í kjölfar samtals innan stjórnarinnar. „Við skoðuðum málin aðeins og ákváðum að haga samstarfi okkar svona. Það er náttúrulega tiltölulega stutt síðan það var aðalfundur og ný framkvæmdastjórn kjörin. Við erum enn þá að læra inn á þetta og fá reynslu á þessi embætti. Í kjölfar síðustu vikna og þessarar reynslu þá sáum við að þetta væri best í stöðunni akkúrat núna. En svo það sé sagt þá er hann [Halldór] enn þá meðlimur í framkvæmdastjórninni, hann steig bara til hliðar sem formaður. Hann er með okkur í stjórninni og við sjáum fram á mjög gott samstarf okkar á milli, sem og við aðra meðlimi flokksins.“ Löng hefð fyrir varamönnum með atkvæðisrétt Þá segir Þórhildur ekkert athugavert við þá tilhögun að varamenn í stjórninni hafi jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. Þó að hún sé vissulega óvanaleg sé löng hefð fyrir henni innan Pírata. Í framkvæmdaráði, sem leyst var af hólmi af framkvæmdastjórn, hafi til að mynda verið sjö aðalmenn og sjö varamenn, allir með atkvæðisrétt. „Píratar eru náttúrulega flokkur sem stendur fyrir opin stjórnmál og eins mikið lýðræði og kostur er á hverju sinni. Að taka varamennina með með þessum hætti og gefa þeim málfrelsi og fullan atkvæðisrétt, jafnt og aðalmenn, það er liður í því. Við viljum fá sem flesta að borðinu í þessari hreyfingu.“ Má megi hún til með að segja að varamennirnir, áðurnefndur Atli Stefán og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, hafi verið í framkvæmdastjórn áður og komi með mikilvæga reynslu að borðinu. Píratar Tengdar fréttir Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. 2. maí 2024 13:33 Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu sem Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður framkvæmdastjórnar Pírata, ritar fyrir hönd stjórnarinnar í lokaða Facebook-hópinn Virkir Píratar og Vísir hefur undir höndum. Spennt fyrir vetrinum Í yfirlýsingunni segir að nýkjörin framkvæmdastjórn Pírata sé spennt fyrir komandi vetri og undirbúningi fyrir Alþingiskosningar. „Við viljum þakka þingflokki, sveitastjórnarfulltrúum og félögum okkar í grasrót Pírata fyrir góðar viðtökur og hlökkum til áframhaldandi farsæls samstarfs.“ Í fréttatilkynningu frá þáverandi starfsmanni þingflokks Pírata, Atla Þór Fanndal, eftir aðalfundinnn sagði að umtalsverð nýliðun hefði orðið í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. Nokkuð hafi verið um nýskráningar í flokkinn undanfarinn mánuð og nýtt fólk sést á vettvangi. „Aðalfundur bar þess sterk merki.“ Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Framkvæmdastjórn Pírata frá vinstri til hægri, Eva Sjöfn Helgadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi formaður.Píratar Í kjölfar aðalfundarins var Atla Þór sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokksins og nú hefur Halldór stigið til hliðar sem formaður. Fjölmiðlar ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr deilum Í tilkynningu stjórnarinnar nú segir að hún líti á alla Pírata frá kjörnum fulltrúum til grasrótar, frá elsta pírata til grænasta nýliða, sem mikilvæga hlekki í hreyfingunni. „Við erum öll Píratar og fjölmiðlar eru ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr þeim álitamálum sem koma upp innan okkar raða.“ Segjast berjast fyrir auknu lýðræði Í tilkynningunni segir að Píratar berjist fyrir auknu lýðræði í því formi sem það bjóðist og í samræmi við það hafi framkvæmdastjórn sett sér þá vinnureglu að aðal- og varamenn hafa jafnan atkvæðarétt í stjórninni. Kjörnum varamönnum í stjórn hafi verið boðið að sitja alla fundi framkvæmdastjórnar og þeir hafi þar bæði fullt málfrelsi og atkvæðisrétt líkt og aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar. Halldór út en samt ekki alveg Loks segir í tilkynningunni að Halldór Auðar Svansson hafi stigið til hliðar sem formaður framkvæmdastjórnar Pírata og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir tekið við sem formaður. Þórhildur segir í samtali við Vísi að ákvörðun Halldórs um að stíga til hliðar hafi verið tekin í kjölfar samtals innan stjórnarinnar. „Við skoðuðum málin aðeins og ákváðum að haga samstarfi okkar svona. Það er náttúrulega tiltölulega stutt síðan það var aðalfundur og ný framkvæmdastjórn kjörin. Við erum enn þá að læra inn á þetta og fá reynslu á þessi embætti. Í kjölfar síðustu vikna og þessarar reynslu þá sáum við að þetta væri best í stöðunni akkúrat núna. En svo það sé sagt þá er hann [Halldór] enn þá meðlimur í framkvæmdastjórninni, hann steig bara til hliðar sem formaður. Hann er með okkur í stjórninni og við sjáum fram á mjög gott samstarf okkar á milli, sem og við aðra meðlimi flokksins.“ Löng hefð fyrir varamönnum með atkvæðisrétt Þá segir Þórhildur ekkert athugavert við þá tilhögun að varamenn í stjórninni hafi jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. Þó að hún sé vissulega óvanaleg sé löng hefð fyrir henni innan Pírata. Í framkvæmdaráði, sem leyst var af hólmi af framkvæmdastjórn, hafi til að mynda verið sjö aðalmenn og sjö varamenn, allir með atkvæðisrétt. „Píratar eru náttúrulega flokkur sem stendur fyrir opin stjórnmál og eins mikið lýðræði og kostur er á hverju sinni. Að taka varamennina með með þessum hætti og gefa þeim málfrelsi og fullan atkvæðisrétt, jafnt og aðalmenn, það er liður í því. Við viljum fá sem flesta að borðinu í þessari hreyfingu.“ Má megi hún til með að segja að varamennirnir, áðurnefndur Atli Stefán og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, hafi verið í framkvæmdastjórn áður og komi með mikilvæga reynslu að borðinu.
Píratar Tengdar fréttir Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. 2. maí 2024 13:33 Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. 2. maí 2024 13:33
Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25