Ræðismaður segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2024 19:31 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði ræðismennina og fór yfir stöðu íslenskra efnahagsmála. Stöð 2/Einar Ræðismaður Íslands í Úkraínu segir að Úkraínumenn muni berjast gegn innrás Rússa þar til landið hljóti fullt frelsi á ný. Stuðningur Íslands við landið væri mjög mikilvægur. Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14