„Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2024 18:20 Börn að ærslast á ærslabelg í Borgarbyggð. Niðurstöður athugunar GEV sýndu fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar“ á því tímabili sem var til athugunar. Borgarbyggð Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag. Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag.
Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira